Þrýst á loga að fara fram í reykjavík

Samfylkingarfólk í Reykjavík þrýstir nú á Loga Má Einarsson, formann flokksins, að flytja sig um set og bjóða sig fram í annað tveggja oddvitasætanna í Reykjavíkurkjördæmunum.

Hringbraut hefur fyrir þessu öruggar heimildir sem vilja með þessu styrkja Loga Má í sessi, en hann þykir hafa staðið sig vel á formannsstóli og fært með sér alþýðlegan ferskleika í pólitíkina.

Logi Már bauð sig fyrst fram tilþings 2009 og var þá í fjórða sæti listans í Norðausturkjördæmi, en Samfylkingin vann þá kosningasigur, náði þremur mönnum á þing, fleiri en nokkru sinni.

Eftir að Kristján Möller, oddviti flokksins til margra ára í Norrðausturkjördæmi, hætti á Alþingi í aðdraganda þingkosninganna fyrir ári bauð Logi Már sig fram í fyrsta sæti listans nyrðra og var kjörinn á þing í þeim örlagaríku kosnungum í sögu Samfylkingarinnar, sem þá náði aðeins þremur þingmönnum inn, einn í hverju landsbyggðakjördæmanna, en sem stendur hefur flokkurinn engann þingmann í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.