Rúna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri The Change Makers, er gestur Jóns G. í kvöld. Hún fékk á dögunum verðlaun í Bretlandi, The Network for Transformational Leaders; Leadership in the world 2019, fyrir að búa til kröftuga vitundarvakningu No more boxes. Þetta er afar skemmtilegt viðtal við Rúnu sem fer á kostum og segir frá því hvernig hún fékk hugmyndina í leigubíl í New York á leið út á JFK-flugvöllinn í hríðarbyl. „Ferðin átti ekki að taka nema 40 mínútur út á völl en hún tók næstum þrjá tíma,“ segir Rúna.
Með henni í leigubílnum var samstarfsfélagi hennar, Nikulas Haynes, og úr varð mikið hugmyndaregn í bílnum sem fór út á völl í miklum hægagangi vegna færðarinnar. „Markmiðið var að við myndum ná til 5 milljón manns til ársins 2020 með No more boxes-hreyfingunni.“
Og viti menn; það markmið náðist á nokkrum mánuðum - og gott betur.
Rúna er annars þekktur fyrirlesari erlendis og tímaritið Fortune vakti athygli á henni fyrir nokkrum árum. Hún er fyrsta íslenska konan sem hlaut alþjóðlega vottun sem markþjálfi og vinnur með mörgum fyrirtækjum á Íslandi.
Þáttinn í heild sinni má nálgast hér: