Yrði stefán jón góður forseti?

 

Nokkur tímamót urðu í dag í baráttunni um Bessastaði þegar Hringbraut greindi fyrst fjölmiðla frá því að Stefán Jón Hafstein hefði sent hundruð bréfa til Íslendinga sem hann telur hafa lagt sitt fram til þjóðmála til að skapa umræðu um forsetaembættið. Sjálfur myndi Stefán Jón ekki skorast undan þeirri ábyrgð að bjóða sig fram til forseta ef hann fær stuðning til – en segist allt eins hafa annað í huga eins og fram kom í viðtali við Hringbraut síðar í dag.

Spurningin sem hlýtur að brenna á vörum þjóðarinnar er: Yrði Stefán Jón Hafstein góður forseti?

Lesendur mega velta því fyrir sér í ummælakerfinu sem er opið hér að neðan við þessa færslu. Skoðanakönnun í beinni útsendingu – ef fólk vill gefa upp skoðanir sínar.