Mæðgurnar Berglind Hreiðarsdóttir köku- og matarbloggari hjá Gotterí og gersemar og dóttir hennar Elín Heiða Hermannsdóttir vita fátt skemmtilegra enn að undirbúa jólin saman. Þær mæðgur deila fleiri áhugamálum en nú hefur dóttir Berglindar, Elín Heiða stigið í fótspor móður sinnar og sent frá sér matreiðslubók sem ber heitið Börnin baka. Þetta er fyrsta bók Elínar Heiðu sem er aðeins tólf ára og væntanlega yngsti bakari landsins sem gefur út matreiðslubók. Bókina sendir hún frá sér í samstarfi við móður sína og það má með sanni segja sjaldan falli eplið langt frá eikinni.
Í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn mæðgurnar í eldhúsið þar sem Elín Heiða bakar fyrir hana eina af sínum uppáhalds kökum og meira til. Elín Heiða töfrar fram meðal annars fram skyrköku. „Þetta er ein uppáhalds kakan mín og ég var ekki lengi að ákveða að hún færi í þessa bók,“segir Elín Heiða og er hin stoltasta með matreiðslubókina sína. „Það var virkilega gaman að vinna að þessu verkefni með Elínu Heiðu og við mæðgurnar tókum sumarið í þetta,“segir Berglind og er hin ánægðasta að dóttirin deili með henni áhuganum á bakstri.
Elín Heiða deilir sínum baksturráðum með Sjöfn í þættinum og fer á kostum í eldhúsinu, strax farin að feta fótspor móður sinnar af miklu eldmóð.
Missið ekki af skemmtilegri og lifandi heimsókn Sjafnar til þeirra mæðgna í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Elín Heiða elskar að baka kræsingar og njóta með vinum og fjölskyldu.