Það hefði verið miklu betra að margir aðrir þingmenn en Katrín Júl hefðu tilkynnt að þeir væru að hætta.
Katrín fyllir fámennan hóp þingmanna sem geta talist hæfir eða frambærilegir. Um er að ræða 20 þingmenn sem þannig er hægt að meta.
Tilkynning Katrínar er vond frétt. Það hefði hinsvegar orðið gleðifrétt ef t. d. einhver eftirtalinna hefði tilkynnt um lok stjórnmálaferils síns:
Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Friðriksson, Elín Hirst, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigríður Andersen, Svandís Svavarsdóttir, Illugi Gunnarsson, Frosti Sigurjónsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir eða Ragnheiður Elín Árnadóttir.
En sú var því miður ekki raunin.
Brottför Katrínar er áfall fyrir Samfylkinguna til viðbótar við þær vondu fréttir að Helgi Hjörvar vilji verða formaður. Ef hann ber sigur úr bítum þá er ekkert að vanbúnaði fyrir Samfylkinguna að ganga í VG.
Hafi Samfylkingin ekki upp á annað \"nýtt\" að bjóða en Helga Hjörvar, þá er líklega best fyrir flokkinn að endurkjósa Árna Pál í allsherjarkosningu. Ætli sú verði ekki raunin.