Vönduð handgerð skurðarbretti úr hnotu og eik sem fanga augað

Þessi vönduðu og umhverfisvænu skurðarbretti eru íslenskt handverk frá fjölskyldufyrirtækinu Hnyðju. Hnyðja sérhæfir sig í nytja- og skrautmunum, að mestu unnum úr tré. Skurðarbrettin er hægt að fá úr hnotu og eik og eru tilvalin í tækifærisgjafir. Brettin eru handgerð og hanteruð með náttúruolíu, vönduð handverk sem tekið er eftir. Einnig er hægt að fá ýmsa nytjahluti með eins og smjörhníf og sultuskeið, gaffla og spaða. Sem einnig eru til úr hnotu og eik.  Þessi fallegu handverk sóma sér vel ekki síður vel í sumarbústaðinum, hjólhýsinu, útilegunni eins og inni á heimilum og eru því tilvalin tækifærisgjöf fyrir ferðafélagana um verslunarmannahelgina.

Ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og hefur til dæmis ekki verið ofnæmis- eða öryggisprófað nema af fjölskyldunni sem framleiða. Olían er svokölluð „foodsafe“ olía, það er að segja olía sem má nota á eldhúsvörur og er bakteríufráhrindandi.

Hægt er að kynna sér vörurnar sem í boði eru nánar á heimasíðu Hnyðju.