Völundur Snær Völundsson matreiðslumaður og frumkvöðull verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur & Heimili á mánudagskvöld:
Þegar við erum að velja okkur hráefni í matreiðsluna og drykkina okkar erum við ávallt þakklát fyrir að geta valið íslenskt, næringarríkt og lífrænt. Völundur Snær Völundsson, sem er að jafnaði kallaður Völli, matreiðslumaður og frumkvöðull er með fyrirtækið Algarum Organic sem kom með nýjar lífrænar vörur á markaðinn í síðla sumars. Þær hafa hlotið verðskuldaða athygli og hráefnið er unnið á hinum fallega stað, Breiðafirði. Sjöfn Þórðar heimsækir Völla heim í eldhúsið og fær frekari innsýn í vörurnar og hráefnið frá Algarum Organic í þættinum Matur og Heimili á mánudagskvöld.
„Það var markmið okkar frá upphafi að búa til vöru sem væri eins heilnæm, sjálfbær og umhverfisvæn og hugsast gat. Umbúðirnar okkar eru 100% niðurbrjótanlegar - bæði fyrir Algarum Organic þarahylkin, þaraduftið og Umami Salt,“ segir Völli. Að sögn Völla er snilldin ein að nota þaraduft í matargerðina og ná þannig lífrænu joði í matinn og auk þess sem það gefur svo gott bragð.
Dagurinn hefst á hollum og bragðgóðum grænum drykk
Völli töfrar fram undur góðan grænan drykk sem inniheldur meðal annars þaraduft og heillar hana alveg upp úr skónum ef svo má að orði komast þar sem ólík brögð eru leidd saman með frábæri útkomu á hollum og næringarríkum drykk. „Þetta er drykkur sem við byrjum á hér heima á hverjum morgni og fáum um leið þessi nauðsynlegu steinefni.“ Völli heldur áfram að töfra fram sælkera kræsingar sem innihalda holl og ljúffeng hráefni og útkoman er ótrúlega spennandi.