Fjallað verður um þau vítamín sem helst og best virka í vetur í fræðsluþættinum Líkamanum á Hringbraut í kvöld en þátturinn at arna er tileinkaður áhugaverðum spurningum um starfsemi mannslíkamans.
Það er næringaþerapistinn Inga Kristjánsdóttir sem fræðir fólk um mikilvægustu vítamín vetrarmánaðanna í kvöld, en auk hennar verður rætt við sjúkraþjálfarann Valgeir Einarsson Mäntylä um spurninguna hvort íþróttir geti reynst börnum hættulegar og geðhjúkrunarfræðingurinn Helga Sif Friðjónsdóttir svarar því til hvað gerist innra með fólki við áföll.
Líkaminn er frumsýndur öll miðvikudagskvöld klukkan 20:00, en umsjármenn hans eru hjúkrunarfræðingurinn Helga María Guðmundsdóttir og sjónvarsmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson.