Vissir þú þetta um ger?

Ger er lífrænt lyftiefni og hefur verið notað í elstu matargerð heimsins sem er brauðgerð.  Mjölið var hrært með vatni og látið gerjast eða súrna.  Nefnist sú gerjun mjólkursýru- og ediksgerjun. Þessa gerjun þekkta Babýlóníumenn og Egyptar og fleiri þjóðir.  Brauðgerð nær svo langt aftur að tala var um sýrð og ósýrð brauð í annarri Mósesbók.  Frumstæð var elsta brauðgerðin, hún var úr lífrænum efnum sem líkamanum eru nauðsynleg. Seinna var farið að framleiða sérstaka gersveppi til að gerja með brauðið. Það sem um ræðir, þessir lifandi gersveppir eru einfrumungar sem starfa og skipta sér aðeins við ákveðnar kjöraðstæður.  Þær aðstæður sem þurfa að vera til staðar eru raki, ylur, næring og loft. Til eru þrjár tegundir gersveppa, pressuger, ölger og þurrger.

Pressuger er grágulleitt, deigkennt og jafnrakt. Hæt er að fá pressuger í misstórum stykkjum og umbúðum.  Geymsluþol pressugers er takmarkað og því er best að kaupa lítið af því í einu. Pressugeri geymist í 3-4 vikur í kæliskáp við 2-4°C. Nauðsynlegt er að hafa pressugerið í góðum umbúðum til að tryggja gæðin. Það má frysta pressuger.  Efni í pressugers eru vatn, hvíta, kolvetni, B-fjörvi og örlítil fita og sölt.

Þurrger er þurrkað pressuger og er gjarnan selt í dósum en einnig í litlum pökkum. Einn pakki af pressugeri jafngildir 10 g af pressugeri. Þurrgerið er sett út í ylvolgan vökvann og látið óhreyft í nokkrar mínútur, um það bil 3 til 5 mínútur eða þar til gerið er uppleyst.

Ávallt gott að hafa í huga við brauðbaksturinn.