Vissir þú að lárperur geta verið hættulegar?

Lárperur eru bæði hollar og góðar eins og Albert Eiríksson matarbloggari og sælkeri nefnir réttilega í grein sinni sem hann birti á heimasíðu sinni í morgun. Honum sjálfum finnst ágætt að kaupa harðar lárperur og nota þær svo eftir því sem þær þroskast. Lárperur eru án efa mjög vinsælar á flestum heimilum í dag og þykja góðar til margs konar matreiðslu, sérstaklega ofan á súrdeigsbrauð eða hrökkbrauð, í salöt svo dæmi séu tekin. Það þarf að beita ákveðni knúst þegar lárperan er tekin til notkunar eins og Albert fer yfir.

Albert segir orðrétt: „Það er ekki vandalaust að taka steininn úr lárperu. Samkvæmt fréttum eru slys við það nokkuð algeng. Í Bretlandi vilja læknar vara við hættunni sem fylgir því að taka steininn úr með miðum á umbúðunum. Algengasta aðferðin er að skera lárperuna í tvennt, inn að steini, og snúa hana síðan í sundur. Eftir það er helmingurinn sem steinninn er í lagður í lófann og beittum hnífi hoggið þéttingsfast í steinninn þannig að hann sitji fastur. Eftir það er auðvelt að losa steininn.“

Albert bendir einnig á að það eru til sérstakir lárperuhnífar og myndbönd á netinu sem sýna hvernig gott er að bera sig að.  Hægt er að fylgjast með blogginu hans Alberts á síðunni hans www.alberteldar.com