Á rúmum fimm vikum getur auðvitað margt gerst í stjórnmálum á Íslandi.
En það er full ástæða til að velta fyrir sér stöðu sem gæti komið upp ef við gefum okkur nokkrar forsendur:
1. Sjálfstæðisflokkur fær nálægt því fylgi sem skoðanakönnun FB sýndi, 23% og 15 þingmenn kjörna.
2. Vinstri grænir fá 21% og 14 þingmenn.
3. Píratar fá 14% og 9 þingmenn.
4. Framsókn gengur klofin til kosninga og fær einungis 7% og 5 þingmenn.
5. Viðreisn fær 8% og 5 þingmenn.
6. Samfylkingin fær 8% og 5 þingmenn.
7. Björt framtíð fær 7% og 5 þingmenn.
8. Flokkur fólksins fær 8% og 5 þingmenn.
Það er minna en flokkurinn mælist nú með samkvæmt skoðanakönnunum. Kjósendur munu ekki hafa sama kjark til að kjósa Flokk fólksins í kosningunum sjálfum eins og í skoðanakönnunum.
Með þessari niðurstöðu kosninga yrði ekki um marga möguleika á meirihlutastjórn að ræða þar sem Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka þátt í nema tveggja flokka ríkisstjórn.
Langlíklegasta niðurstaðan, samkvæmt framangreindu, yrði vinstri stjórn með VG, Pírötum, Samfylkingu og Flokki fólksins sem hefði samtals 33 þingmenn á bak við sig.
Fögur framtíðarsýn eða svört framtíð - í boði Bjartrar framtíðar?
Rtá.