Vinstri græn munu gefast upp fyrr en seinna

Vinsældir ríkisstjórnarinnar fall hratt og mælast lægri með hverri Gallupkönnun sem birt er. Stjórnin var með 75% stuðning í fyrstu könnun eftir stjórnarmyndun en er komin niður fyrir helming eftir 8 mánuða valdatíð.

Fylgi VG hrynur úr 17% í 10.7%. Upp undir 40% af fylgi flokksins frá síðustu kosningum er tapað. Á sama tíma halda framsóknarflokkarnir tveir mestu af sínu fylgi enda gengur þeim bærilega að sinna sérhagsmunagæslu fyrir landbúnað og sjávarútveg. Þeir hugsa um hag hinna ríku á kostnað skattgreiðenda og neytenda. Það virðist ganga nokkuð vel.

Vinstri grænum gengur hins vegar ekkert að koma sínum málum áfram. Katrín Jakobsdóttir ræður ekkert við embætti forsætisráðherra. Augljóst er að henni líður ekki vel í embætti þó henni þyki fínt að hafa einkabílstjóra og svartan ráðherrabíl til afnota.

Frá því ríkisstjórnin var mynduð hefur fylgi VG fallið að jafnaði um 0.8% á mánuði. Mun þessi þróun halda áfram? Ef svo, hve lengi þolir Katrín við?

Það getur ekki verið eftirsóknarvert að stýra óvinsælli ríkisstjórn ef fylgi flokksins er komið niður í nokkur prósent. Hve lengi er Katrínu sætt rúin trausti?

Ef VG gefast upp á vetri komanda, gætu framsóknarflokkarnir reynt minnihlutastjórn eða freistað þess að fá tvo af núverandi stjórnarflokkum til liðs við sig.

Annars fáum við kosningar sem gætu leitt til þarfrar uppstokkunar í íslenskum stjórnmálum.

Það styttist alla vega í slíka uppstokkun.

Rtá.