Þessar silkimjúku og bragðgóðu brauðbollur hafa verið vinsælar í mörg ár og koma úr smiðju Berglindar Guðmundsdóttur hjá Gulur, rauður, grænn og salt og alltaf slegið rækilega í gegn. Þær passa einstaklega vel með súpum og pottréttum auk þess sem þær eru bara góðar einar og sér með morgunhressingunni. Hægt er að toppa þær með því áleggi sem hverjum og einum finnst best. Við mælum með þessum á köldum vetrarmorgnum.
Hér eru þær með grófum saltflögum sem gerir bragðið seiðjandi og spennandi.
Kotasælubollur
550 g hveiti
150 g heilhveiti
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
1 bréf þurrger
1/2 ltr mjólk
3 msk. olía
lítil dós kotasæla
- Velgið mjólkina og setið sykur og þurrger út í og látið leysast upp. Leyfið blöndunni að kólna lítillega. Setjið þurrefnin út í og hnoðið deigið og bætið að lokum kotasælu og olíu saman við
- Látið deigið hefast í hálftíma og mótið bollurnar. Penslað með mjólk og fræjum að eigin vali stráð yfir eða grófum saltflögum sem bragð er af (eins og t.d. graskers- eða sesamfræjum).
- Bakað við 200 gráðu hita í 20 til 25 mínútur.
Njótið vel.