Þessi dásamlega uppskrift af bananabrauði frá Hrefnu Rósu Sætran kokki og veitingahúsaeiganda er ein sú einfaldasta í heimi og bananabrauðið er ótrúlega ljúffengt, beint úr ofninum, mjúkt undir tönn og gleður bragðlaukana. Það má með sanni segja að þessi uppskrift af bananabrauði hafi verið sú vinsælasta á Hringbraut frá upphafi.
Bezta bananabrauðið
4 ½ dl hafrar
4 stk. egg
1 ½ msk. kanill
1 ½ tsk. lyftiduft
smá vanilla
1 ½ dl fræ að eigin vali
(SESAM, sólbloma, hör, hamp)
3 stk. bananar, stappaðir
Hitið bakarofninn í 180°C. Blandið öllu hráefninu vel saman í skál. Setjið í smurt bökunarform og bakið við 180°C í um það bil 30 mínútur. Þessi uppskrift passar í jólakökuform. Berið fram með því sem ykkur þykir best og njótið vel.