VINIR KVADDIR

Páll Sigurðs­son, fyrrum ráðu­neytis­stjóri í heil­brigðis­ráðu­neyti, er fallinn frá en í haust lést kona hans Guð­rún Jóns­dóttir, læknir.

Mér þótti vænt um að hitta Pál að máli á sam­kundu sem efnt var til ný­lega í til­efni af af­mæli heil­brigðis­ráðu­neytisins. Hann var hinn hressasti, eld­klár til höfuðsins en líkaminn senni­lega farinn að gefa sig. Í minningar­greinum les ég að hugur hans hafi verið kominn vel á veg í hum­átt á eftir Guð­rúnu konu sinni.

Fréttablaðið/Valli

Til­efni þessara skrifa er að votta Páli og Guð­rúnu virðingu mína og þá væntum­þykju sem ég erfði úr for­el­dragarði, jafn­framt því sem ég vil færa fjöl­skyldu þeirra hjóna sam­úð.

Eitt það erfiðasta við veirufár og sam­komu­bann er hve erfitt það er að kveðja ást­vini. En þeim mun ríkari á­stæða er að koma sam­úðar­kveðjum á fram­færi með öðrum hætti.

Það er hér með gert.