Eins og fram kemur í dálkinum heimili hér á hringbraut.is má ætla að hver Íslendingur hendi um 100 kílóum af mat á hverju ári sem merkir að öll þjóðin kastar 30 þúsund tonnum af mat á glæ á tólf mánaða fresti. Oft og tíðum er óþarfi að henda mat, svo sem vínberum sem virðast vera komin á eindaga. Þeim á einfaldlega að skella inn í frysti og nota svo þegar hentar í heilsudrykkina. Frosin gömul vínber eru upplögð í grænu morgundrykkina á heimilum fólks og halda öllum eiginleikum sínum þótt þau hafi verið komin á tíma fyrir frystingu. Sama gildir um sítrónur; ekki henda hálfum kreistum sítrónum; safnið þeim í poka og geymið í frystinum og rífið svo börkinn út á salat þegar hentar. Það er sérlega frískandi fyrir salatið.
Vínberin frábær úr frystinum

Fleiri fréttir
Nýjast