Viltu skínandi hreina þvott án skaðlegra efna? þá er þetta náttúruvæna þvottaefni málið

Við getum auðveldalega gert okkar eigin þvottaefni án allra skaðlegra efna.  Þær Anneliese Bunk og Nadine Schubert af lagt sitt af mörkum til að gefa okkur góðar hugmyndir af náttúruvænum lífsstíl og þar og meðal þessa uppskrift af umhverfisvænu þvottaefni sem getur ilmað svo lokkandi vel.

Hægt er að búa til þrjá lítra af þvottaefni á tíu mínútum. Blanda þarf að standa í sólarhring og þá er hún tilbúin til notkunar. Miðað er við að blandan endist að jafnaði í fimmtán þvotta.

Náttúruvænt þvottaefni

45 g kjarnasápa (eða önnur náttúruvæn sápa í föstu formi)

6 msk. þvottasódi

3x1 lítri heitt vatn

20 til 50 dropar af ilmolíu að eigin vali

  1. Rifið sápuna með rifjárni og hellið sjóðandi vatni yfir hana. Hrærið með pískara þar til sápan hefur verið leyst upp.
  2. Eftir u.þ.b. klukkustund, bætið við sjóðandi vatni með sóda og ilmolíu. Blanda af lofnarblómi (lavander) og appelsínu ilmar til mynda ómótstæðilega vel. Eftir aðra klukkustund er gott að bæta við enn einum lítra og hræra vel.
  3. Eftir sólarhring þarf að hræra vel og hella þvottaefninu í flösku, gott að nota glerflöskur, sleppa plastinu. Hristið flöskuna/flöskurnar vel áður efnið er notað.

Miðað er við að nota 200 ml af þvottaefni í hvert skipti. Þetta er mun ódýrari kostur en að kaupa þvottaefni út í búð. Þvottaefnið hentar vel fyrir flest efni en ekki fyrir ull og silki.  Í heilsu- og náttúrubúðum er að finna mikið af hreinum, náttúruvænum sápum sem hægt er að nota ef kjarnasápan fæst ekki.

Heimildir úr bókinni Besser leben ohne Plastik eftir Anneliese Bunk & Nadine Schubert