Lektor við Háskólann á Akureyri gagnrýnir að heilbrigðiskerfið taki einkum mið af afleiðingum áfalla en horfi ekki nóg til áfallanna sjálfra, rót vandans. Þetta kemur fram í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag.
„Í dag eru hópar nefndir eftir afleiðingum. Þú ert að vinna með verkina, eða með offituna, en ekki að vinna með áfallið,“ segir Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og lektor við HA í Fréttablaðinu en hún hefur lokið doktorsrannsókn. Kemur fram að oftar en ekki séu áföll ástæða skaðlegrar hegðunar.
Sigrún ræðir kynjakerfið í þeim efnum og vísar til kynjamunar sem doktorsverkefni hennar hafi sýnt fram á. Karlar sem lent hafi í áföllum leiti oft í afbrot eða vímugjafa til að deyfa tilfinningar, konur séu meira í sjálfskaðandi hegðum ef þeim tekst ekki að vinna úr ýmsum áföllum, t.d. sem þolendur kynferðisbrota. Þá telur hún að ekki sé hugað sem skyldi að því sem hún kallar minni líkamans í kjölfar áfalla – jafnvel þótt heilinn og minnir reyni að blokkera vonda reynslu t.d. úr bernsku.
Lektorinn aðhyllist kynjaskipta meðferð ólíkt t.d. meðferðarstarfi á Vogi. Forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins er: „Karlar í fangelsum og konur á spítölum“.
90% allra fanga í heiminum eru karlar.