Viktor Örn og Berglind fara á kostum saman í eldhúsinu og færa steik upp á stærðarfat

Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari og landsliðskokkur og Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari hjá Gulur, rauður, grænn og salt og gleðigjafi með meiru verða hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur & Heimili á mánudagskvöld:

Í tilefni þess að jólin nálgast óðum og aðventan er gengin í garð fengum við tvíeykið, Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistara og landsliðskokk og Berglindi Guðmundsdóttur matar- og sælkerabloggari hjá Gulur, rauður, grænn og salt til leiða saman krafta sína og elda þriggja rétta hátíðarkvöldverð og framreiða eftir sínu höfði.

Hreinasta lostæti fært upp á fat

Viktor Örn er einn af okkar metnaðarfyllstu matreiðslumönnum og hefur gaman að því að prófa sig áfram með nýja hluti í matseldinni sem og halda í gamlar, góðar matreiðsluhefðir sem eru ávallt skotheldar. „Að þessu sinni ætla ég að elda fyrir ykkur fylltan úrbeinaðan lambahrygg sem er mikið lostæti, stundum er gaman að bregða út af klassísku jólahefðunum og færa nýja sælkera steik upp á fat,“ segir Viktor Örn listakokkurinn sem ávallt er opinn fyrir nýjungum. Viktor Örn segir jafnframt að lykillinn að góðri máltíð sé meðlætið og því sé mikilvægt að velja spennandi meðlæti þar sem brögðin fái að njóta sín með aðalréttinum.

Viktor Örn og Berglind.jpg

Tvist úr sjávarfangi sem gleður bæði auga og munn

Viktor Örn eldar og framreiðir líka forrétt fyrir áhorfendur sem tekur örskamma stund að gera en laðar fram það besta fyrir matargestina og þeir umla af ánægju. Fyrir valinu verður tvist úr sjávarfangi, risarækjum og hörpuskel með skemmtilegri útfærslu. „Framreiðsla réttanna skiptir líka miklu máli og ég legg mikið upp úr því að bera matinn fallega fram á borð, það gleður bæði auga og munn,“segir landsliðskokkurinn Viktor Örn.

Viktor og Berglind 03.jpg

Eldhúsgyðjan galdrar fram glitrandi Jóla Pavlovuturn

Berglind er einn okkar ástsælasti sælkera- og matarbloggari landsins og mikill gleðigjafi og er stundum kölluð eldhúsgyðjan. Hún er ástríðukokkur og bakari og leggur mikið upp úr framreiða og baka það sem allir geta gert. „Maturinn sem ég elda er litríkur, fjölbreyttur, fallegur, bragðgóður, hollur og næringarríkur en að sjálfsögðu bregður maður einstaka sinnum útaf vananum þar. Sérstaklega um jólin og sukkar smá, það má,“ segir Berglind sem ætlar að baka piparmyntu Pavlovu með hvítum súkkulaði rjóma. „Þessi er yndisleg og líka svo falleg og gaman að toppa hana í fallegum jólalitum.“ Berglind er mikið fyrir glimmer og pallíettur og finnst líka viðeigandi að kræsingarnar um jólin glitri og gleðji augað sem og munn.

Lokkandi matarupplifun framundan í þættinum Matur og Heimili á mánudag.

Þátturinn Matur og Heimili er sýndur alla mánudaga á Hringbraut klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.