Viðreisn hefur birt greinargóðar upplýsingar um fjárhag sinn og fjáröflun árið 2016 fyrst allra þingflokka.
Athygli vekur hve víðtækur stuðningur við flokkinn er úr öllum greinum atvinnulífsins andstætt því sem hefur tíðkast varðandi Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn sem hafa þegið megnið af sínum stuðningi frá sjávarútvegi og landbúnaði enda gæsluflokkar sérhagsmuna þessara atvinnugreina.
Fjárstuðningur við Viðreisn kemur úr öllum helstu greinum atvinnulífsins nema landbúnaði. Tvö af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins styðja Viðreisn hins vegar myndarlaga. Þar er um að ræða Brim og Granda.
Meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu og flutningum sem greiddu til Viðreisnar árið 2016 eru: Icelandair Group, Samskip, Bláa lónið, Höldur, Jónar Transport, Guðmundur Jónasson ehf. og Gentle Giants – Hvalaferðir.
Verslunarfyrirtæki komu myndarlega að stuðningi við flokkinn. Þar á meðal: Fjarðarkaup, Atlantsolía, 1912 ehf., Egilsson ehf. og Rými. Tvö stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins lögðu sitt af mörkum, KPMG og Delotte svo og Mannvit verkfræðistofa.
Stuðningur kom frá eftirtöldum fjármálafyrirtækjum: Kvika banki, Virðing, Borgun ehf. og Valitor. Nokkur félög einkafjárfesta greiddu til Viðreisnar á síðarst ári. Þar á meðal Vesturgarður ehf., Þarabakki ehf., Hofgarðar, Svartá, Thule Investments, Ursus Maritimus og Hlér ehf.
Iðnfyrirtæki studdu vel við Viðreisn árið 2016: Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Set, Kjörís, Kjarnafæði, LNS Saga ehf., Góa Linda, Gámaþjónustan, dk hugbúnaður ehf. og Vogabær.
Þá má geta þess að sex af þeim sautján félögum sem skráð eru á Kauphöll Íslands studdu Viðreisn með fjárframlögum á síðasta ári. Það eru félögin Reginn, N-1, Icelandair Group, Grandi, Nýherji og Síminn. Flest skráðra félaga hafa samræmda stefnu gagnvart stjórnmálaflokkum og gera þeim jafnhátt undir höfði ef þeir á annað borð fá fulltrúa kjörna á þing.
Athygli vekur að Viðreisn skuldar ekki nema 10 milljónir króna þó flokkurinn hafi þurft að byggja allt upp frá grunni. Fjárhagsstaða flokksins er viissulega öfundsverð þegar haft er í huga að sumir af gömlu flokkunum eru skuldum vafnir. Þannig mun Sjálfstæðisflokkurinn skulda 500 milljónir króna – sem er rannsóknarefni út af fyrir sig.
Forvitnilegt verður að fylgjast með uppgjörum hinna flokkanna sem hljóta að skila af sér til Ríkisendurskoðunar innan tíðar. Þar mun meðal annars verð upplýst um hrikalega skuldastöðu sumra þeirra.
Rtá