Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, er gestur hjá Jóni G. í kvöld. Hún hefur stýrt þessu athyglisverða fyrirtæki í tuttugu ár og á þeim tíma hefur yfirgripsmikil uppbygging átt sér stað. Dagurinn í dag, 15. janúar, er raunar merkisdagur í sögu félagsins; það fær 244 nýjar íbúðir í stórglæsilegum stúdentagörðum á Vísindareitnum svonefnda afhentar frá Ístak sem annaðist smíði íbúðanna.
Þessir nýjustu stúdentagarðar félagsins eru hannaðir út frá sérstakri hugmyndafræði sem gengur út á að auka samskipti íbúanna, draga úr félagslegri einangrun margra í kjölfar samfélagsmiðlanna og gera vistina sem allra ánægjulegasta.
Mjög merkileg hugmyndafræði og Félagsstofnun stúdenta orðin stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Kl. 20:30 í kvöld á Hringbraut.