Ég er engin fyrirmyndarforeldri. Ef börnunum mínum langar í vatnsglas, sæki ég það ekki fyrir þau, heldur segi þeim að sækja það sjálf eða drekka vatn úr krananum. Ég myndi flokka okkur hjónin í þann hóp foreldra, sem eru nett afslöppuð með hlutverkið, nokkuð opin með flest og ágætlega jákvæð.
Sem þýðir að sum ykkar eru eflaust hissa á því að við leyfum stelpunum okkar ekki að ,,gista.”
Þegar ég segi ekki, er ég að meina svona almennt. Reyndar gæti ég umorðað þetta og sagt: Við leyfum stelpunum okkar ekki að gista hjá vinkonum sínum, nema í undantekningartilfellum eða hjá sérvöldum aðilum. Sérvaldir aðilar eru þá auðvitað þeir sem standa okkur næst í fjölskyldunni. Systkini og nánustu vinir. Já, fólkið sem við þekkjum best og leitum til, þegar okkur vantar næturpössun. Amma og afi eru kannski þau, sem þær fá oftast að gista hjá.
En þá er þetta nokkurn veginn upptalið.
Þegar stelpurnar voru litlar, var þetta ekkert mál. En þegar sú elsta var komin í þriðja bekk, fór þetta að verða mál! Ekki nóg með að hún og vinkonurnar væru að suða um að gista í tíma og ótíma, heldur fór hún líka að fá boð frá bekkjarsystrum í gisti-partý! Í fyrsta sinn sem hún fékk slíkt boð lyfti ég brúnum, enda vissi ég varla um hvaða stelpu í bekknum hún var að tala um. Hvað þá að ég þekkti foreldrana! Hún fékk ekki að fara, varð nokkuð leið yfir því en komst yfir það eins og annað.
Á mánudaginn í síðustu viku, beið hún eftir mér þegar að ég kom heim úr vinnu. Hún var með afmælisboðskort í hendinni, gistipartý. ,,Má ég fara, má ég fara, má ég fara....Gerðu það, gerðu það, gerðu það....?” Ég ákvað að reyna að fara millileiðina: Hún mátti fara í afmælið en ég myndi sækja hana seint það kvöld.
Hún grét.
Pabbi hennar var sömu skoðunnar og ég, en við vorum líka miður okkar. Erum við svona leiðinlegir foreldrar? Við reyndum að skýra þetta út fyrir henni: ,,Við getum ekki leyft þér að gista annars staðar, nema hjá fólki sem við þekkjum sjálf mjög vel. Okkar hlutverk felst nefnilega ekki í því að vera skemmtilegir foreldrar. Frekar að vera vakandi og ábyrgir foreldrar. Þannig að því miður...\"
Ég er ekki að segja að stelpurnar mínar muni ALDREI fá að gista hjá vinkonum. Ég er bara að segja, að alla vega fram að svona 13 ára aldri, finnst mér það ekki notaleg tilfinning, að vita af þeim í húsi sem ég þekki ekki til. Tölfræðilega, geri ég mér grein fyrir því að misnotkun á börnum, fer meira fram í húsum nákominna heldur en ókunngra. En svona lít ég á þetta: Ef börnin mín fá boð um gistingu hjá fólki sem ég tel mig ekki þekkja , lít ég á það fólk sem ókunnugt fólk og þar af leiðandi mega börnin mín ekki gista þar.
Ég held ég verði bara að fylgja eftir minni eigin tilfinningu í þessu máli.
Reyndar komst ég að því síðar í vikunni, að foreldrar stúlkunnar með gistipartýið eru auðvitað óskaplega vingjarnlegt fólkt. Ég hafði svo sem ekki búist við neinu öðru. Þegar að ég sótti dóttur mína úr afmælinu, fór ég að afsaka mig við foreldra afmælisbarnsins. Reyna að skýra það út að þetta væri ekkert persónulegt. Þá sagði pabbinn:
,,Þetta er ekkert mál, okkur finnst það heldur ekki þægileg tilhugsun að stelpan okkar gisti á heimili sem við þekkjum ekki.... Fyrir utan það, þá munu fleiri foreldrar sækja sínar stelpur í kvöld....”
Ég varð fegin að heyra þetta og leið betur á leiðinni heim. Kannski að dóttir mín fái einhvern tíman að gista í þessu húsi hjá þessu fólki. En það verður þá vegna þess að við höfum kynnst þessu fólki betur. Þangað til, verður hún að láta það duga að við erum foreldrið sem sækjum fyrir svefninn.
Höfundur: Jane Mills er bókasafnsfræðingur og bloggari, eiginkona og móðir, sem býr í Detroit í Bandaríkjunum. Það er hægt að fylgjast með skrifum Jane Mills á bloggsíðunni 649.133: Girls the Care and Maintenance Of og/eða á Facebooksíðunni hennar.
Við mælum með á Hringbraut:
Fylgstu með fjölbreyttri dagskrá Hringbrautar: Kíkt í skúrinn, Besti maturinn með Völu Matt, Kvikan með Birni Þorlákssyni, Ólafarnir, Mannamál með Sigmundi Erni, Ég bara spyr, Heilsuráð Lukku, Eywitness, Lífið með Lóu, Afsal, Okkar fólk með Helga Pétursyni, Lög og réttur, Herrahornið og fleira. Og mundu að Hringbraut er ókeypis!