Víbrador í verðlaun fyrir fyrsta sæti í skvasskeppni kvenna

Mikil umræða hefur farið af stað á Spáni eftir að skvassklúbbur þar í landi ákvað að hafa víbrador í verðlaun fyrir fyrsta sæti á kvennamóti sem var haldið um helgina. Þá voru einnig í verðlaun fyrir annað til fjórða sæti háreyðingarkrem og rafmagns naglaþjöl.

Segja keppendur á mótinu að þetta sýni hversu mikil kvennamismunun sé í íþróttum á Spáni og telja þetta vera augljóst dæmi um það. Aðstandendur keppninnar sögðu hins vegar að þeim hafi fundist það fyndið að hafa þessa hluti í verðlaun og að vinningarnir hafi ekki falið í sér nein sérstök skilaboð til keppenda.