Vesturbærinn gamalgróið hverfi með sterka ímynd og sögu

Vesturbærinn er eitt eftirsóttasta hverfi borgarinnar og íbúar njóta góðs af nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu. Það er feyki mikið framboð af afþreyingu fyrir fjölskyldur að finna í Vesturbænum. Í göngu- og hjólafæri er að finna fjölbreytta þjónustu af ýmsu tagi að finna, verslanir, leik-, grunn- og háskóla og menningarsetur svo dæmi séu tekin. Á góðvirðis dögum er meðal annars hægt að njóta og gera sér glaðan dag með því að rölta eða hjóla í Ísbúð Vesturbæjar eða í Brauð & Co og næla sér í ljúffengt bakkelsi og súrdeigsbrauð en í hjarta Vesturbæjarins er ýmis þjónusta í boði í göngufæri. Þar má einnig nefna Kaffi Vest, Blómagallerí, Fiskisjoppuna Fisherman. Einnig er stutt út á Granda en þar eru líka mikli flóra veitingastaða, kaffihúsa, listasmiðja og fjölbreytt afþreying. Einnig eru helstu matvöruverslanir landsins að finna í Vesturbænum, á Fiskislóð eru Krónan, Nettó og Bónus til húsa ásamt fjölmörgum öðrum sérvörusverslunum. 

Í nánd er jafnframt er frábær aðstaða til útvistar- og íþróttaiðkunar sem er góð leið til heilsueflingar.  Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og einn fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt við Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Þar eru einstakar náttúruperlur að heimsækja. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og nýuppgerð og Íþróttafélagið KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa. Þar er að finna frábær íþróttamannvirki þar sem fram fer framúrskarandi íþróttastarf hjá KR fyrir unga sem aldna. Í hverfinu er að finna fjölmörg opin leiksvæði, skemmtilega rólóvelli sem börnin unna sér iðuleg vel að. Vesturbærinn er einstaklega fjölskylduvænt hverfi þar sem allt er til alls og fjölskyldan öll ætti að geta fundið sér afþreyingu við hæfi.

Vesturbærinn er gamalgróið hverfi með sterka ímynd og státar af langri og merkilegri sögu. Hverfið hefur lengi verið eitt af vin­sæl­ustu hverfum borg­ar­inn­ar þegar kem­ur að bú­setu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni. Miðja hverfisins er skilgreind við Hofsvallagötu, það er að segja við Melabúðina og Vesturbæjarsundlaug. Innan þessa kjarna og nánast á sömu torfunni er öflug verslun og þjónusta og vettvangur mannlífs. Vesturbærinn er líka mikið menningar- og vísindasvæði en þar er að finna Þjóðminjasafn Íslands, Þjóðarbókhlöðuna, Veröld Vigdísar og vísindasetrin í Vatnsmýrinni. Þar er meðal annars Alvotech, Alvogen og Íslensk erfðagreining þar sem vísindin eru blóma.

Hafnarsvæðið heillar

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfirisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.  Ægisgarður-Grandagarður er í örri þróun en þar eru smábátar og hafnsækin starfsemi í bland við ferðaþjónustu, veitingastaði, verslanir, söfn, listasmiðjur og smáiðnað. Grandi Mathöll er meðal nýrra staða sem laða að en þar er að finna fjölbreytt úrval ,,street foods” rétta sem njóta mikilla vinsælda og einnig er vert að nefna Bryggjuna Brugghús þar sem bjórinn er bruggaður á staðnum og boðið er upp á sæti með einstakt útsýni við gömlu höfnina og fjallasýn í bakgrunn. Vesturbærinn er gamalgróið hverfi með sterka ímynd eins og áður sagði og byggðin og opnu svæðin eru að mestu í föstum skorðum. Þó eru í hverfinu nokkur svæði sem teljast til þéttingarreita, þeirra á meðal er Mýrargata-Slippsvæði.