Veskið sem fannst 70 árum síðar....

Fyrir nokkru, voru verktakar í framkvæmdum í leikhúsi í Nevada í Bandaríkjunum. Húsið var gamalt og hafði upphaflega verið reist sem kvikmyndahús, en það var uppúr árinu 1920.  Eigandi hússins í dag heitir Larry Sloan og rekur það nú undir heitinu The Talent Factory comedy club.

\"\"\"\"

Eflaust kemur það fáum á óvart, að í jafn gömlu húsi og þessu, rekast smiðir oft á ýmsa hluti frá gamalli tíð. Í þessu tilfelli, fundu verktakarnir gamalt veski, en það hafði dottið niður á milli þilja. Í veskinu voru gamlar myndir, meðlimakort í skátahreyfingunni og lestarmiðar. Mennirnir veltu því fyrir sér hvort verið gæti að veskið væri frá tímum síðari heimstyrjaldar.

\"\"

Larry fannst þetta spennandi fundur. Hann hafði áður starfað sem einkaspæjari og í þetta sinn var hann forvitinn. Hver átti veskið? Hver var sagan á bakvið fólkið á myndunum?

Eitt skírteini var í veskinu. Það var skírteini Clare McIntosh og á því kom fram símanúmer. Það var auðvitað ekki í gildi lengur, en Larry ákvað samt að nýta nútímatæknina og athuga hvort hann gæti fundið þennan McIntosh. Auðvitað gerði hann sér grein fyrir því, að litlar líkur væru á, að sá maður væri enn á lífi.

Loks var Larry kominn með heimilisfang og símanúmer sem hann taldi að gæti átt við. Larry hringdi í númerið og kynnti sig. Þegar sá sem svaraði, sagðist heita Clare McIntosh, sagði Larry:

,,Ég held að ég hafi fundið veskið þitt...”

Þegar McIntosh heyrði sögu Larry, ætlaði hann ekki að trúa sínum eigin eyrum. Jú vissulega mundi hann eftir veskinu og kvikmyndahúsinu. Honum rámaði í að hafa týnt veskinu sem unglingur og eftir smá útreikninga, sannfærðist hann um að veskinu hefði hann týnt þegar hann var 15 ára gamall.

 Nú var hann orðinn 85 ára!

\"\"

McIntosh hraðaði sér á fund við Larry í leikhúsið. Þar skoðaði hann munina sem fundust í veskinu og varð meyr við að sjá og handleika suma þeirra. Til dæmis var ein myndanna úr veskinu systur McIntosh, sem nú er löngu látin. 

Og hugsið ykkur: Frá því að McIntosh týndi veskinu, hafði heimstyrjöldin síðari geisað yfir, maður gengið á tunglinu, kalda stríðinu lokið og tækniöldin ruðið sér til rúms. Já, heil mannsævi hafði liðið þarna á milli en ánægður gekk McIntosh aftur til síns heima.

Með veskið í vasanum.

\"\"

Zetan er í eigu Spyr.is, samstarfsaðila Hringbrautar. Þú sendir spurningar og sérð svörin á spyr.is en fréttir og annað efni á hringbraut.is. Fylgstu líka með fjölbreyttri innlendri sjónvarpdagskrá Hringbrautar öll kvöld vikunnar: rás 7 hjá Símanum og rás 25 hjá Vodafone. Við erum málefnaleg, fróðleg, lífleg og ókeypis!