Það var sérkennileg fegurð í því að sjá æðrulaust hjúkrunarfólk streyma út úr þyrlunni á Ísafjarðarflugvelli í gær með grímur og alles, reiðubúin til að leggja á sig allt sem þarf til að liðsinna fólki í nauð.
Veiruskrattinn er bölvanlegur en honum er að takast að draga fram allt það góða sem býr í fólki og maður var hálfvegis farinn að óttast að síngirnissamfélagið hefði glatað.
Alla vega er ég fullur af trú á mannkynið í dag.
Bæjarstjórinn í Bolungarvík talaði einsog gott fólk og ábyrgt á að tala, æðrulaus og skynsamur, og hefði betur verið forseti Bandaríkjanna í dag en sá reikuli vesalingur sem þar stefnir öllu í voða.