Það er á að giska undarlegt að búa á Íslandi þar sem hreint vatn er fáanlegt fyrir svo að segja ekkert - og neyta þess ekki að staðaldri. Engu að síður er það hlutskipti alltof margra Íslendinga að bleyta sig ekki nægilega að innan með þessum lífsins elixír sem vatnið er. Það er reyndar þeirrar náttúru að hreinsa líkamann að innan og viðhalda góðri og stöðugri meltingu sem er alls ekki ónýtt fyrir fólk í erli dagsins. Og því er ráð að prófa þetta: Hafið við höndina hálfs lítra plastflösku, fyllið hana af vatni í byrjun vinnudags og tæmið samhliða fyrsta kaffibolla vinnudagsins. Fyllið aftur á flöskuna þegar þið náið í næsta bolla og klárið fyrir hádegi, en temjið ykkur svo að drekka að minnsta kosti eina flösku eftir hádegi af vatni, jafnvel tvær. Þið munið finna muninn, búskapur líkamans eflist að mun - og skilar í auknum mæli út úr honum óæskilegum efnum ...
Vertu viss um vatnsmagnið

Fleiri fréttir
Nýjast