Veldu þrennt sem þú ætlar

Um huga fólks reika óteljandi hugsanir á hverjum einasta degi og sjaldnast er það svo í erli dagsins að fólk fái staldrað lengi við eina þeirra. En þá er að reyna að temja sér núvitund, staldra við og gefa sér ef til vill einhverja dýrmætustu gjöf sem hægt er að þiggja; nefnilega þá að hætta að flýta sér og gefa sér meiri og betri tíma í hvert og eitt stakt verkefni. Ágæt leið til þess er að íhuga að kveldi dags; hvað langar mig að gera næsta dag - og hvað langar mig alls ekki að gera næsta dag. Og velja svo eitthvað þrennt sem maður er staðráðinn í að gera, sjálfum sér til hagsbóta - og svo annað þrennt, sem maður veit að er alger óþarfi. Við skipuleggjum nefnilega oft daginn án þess að hafa okkur sjálf í huga.