Lokaþátturinn af Besti ódýri heilsurétturinn var á dagskrá í gærkvöldi þar sem við sáum hverjir unnu verðlaun fyrir besta aðalréttinn og besta eftirréttinn. Dómararnir Gunnar Helgason, Þorvaldur Skúlason og Vala Matt urðu sammála um að kjúklingrétturinn hennar Dóru Takefusa ætti skilið verðlaunin sem besti aðalrétturinn og heimagerði sveitaísinn hennar Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur frá Höfn í Hornafirði fékk verðlaunin sem besti eftirrétturinn. Allir réttirnir sem matreiddir voru í þáttunum voru ævintýralega góðir og því mjög erfitt að velja á milli þeirra. Gestir þáttanna voru þær Svala Björgvins, Linda Pétursdóttir og dóttir hennar Ísabella, Edda Björgvins, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Þórunn Högna, Dóra Takefusa og Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir og voru þær allar með dásamlega rétti.
Uppskriftirnar og þættina má svo finna á heimasíðu Hringbrautar.