Mér var boðið í samkvæmi í gær, sem gerist núorðið mjög sjaldan - eiginlega bara þegar ég næ að smygla mér inn sem maki.
Á boðstólum var bjór, sem var óþekkt vara á Íslandi þar til ég varð þrítugur - þökk sé íslenskum vinstri mönnum.
Ég veit ekki hvernig ég á að lesa í þetta en þegar öllum var boðið besti bjórinn frá Tuborg var mér gefinn íslenskur bjór sem ber nafnið Leiðindaskjóða.
Vil taka það fram við vini mína á Neytendastofu að þetta er saga en ekki dulin auglýsing.