Erum við að verja okkar veikasta fólk?
Erum við að verja okkar veikasta fólk með því að byggja upp hjarðónæmi, vitandi að fólk mun láta lífið.
Getum við fengið verðmiðann á því hvað kostar að skima fólk inn í landið, til að halda vírusnum fjarri?
Mættum við vera upplýst um fjöldann sem þarf til að ná hjarðónæmi, til að við getum séð hversu margir munu láta lífið?
Mættum við taka þátt í að vega og meta virði mannslífs hér á landi?
Er sóttvarnarlæknir þjóðkjörinn leiðtogi þjóðarinnar?
Að lokum:
Stenst ákvörðun um að vega peninga þyngri en mannslíf lög yfir höfuð? Siðferðislega? Lagalega?