Þessar fallegu vatnsflöskur eru frá danska hönnuðinum Fredrik Bagger og hafa slegið í gegn. Þær passa afar vel í ísskápshurðina og eru með stóru opi svo auðvelt er að koma ávöxtum og klökum ofan í hana. Hægt er að fá vatnsflöskuna í tveimur stærðum og fjórum litum, hver öðrum fallegri. Þær fást bæði í 1 líters stærð og ½ líters stærð.
Hér eru vatnsflöskurnar í hinum fræga retró lit sem margir falla fyrir./Ljósmyndir aðsendar.
Danski hönnuðurinn Frederik Bagger byrjaði ungur að spá í fagurfræðina á bakvið hönnun. Frederik Bagger er sonur Erik Bagger sem er vel þekktur hönnuður í Danmörku. Segja má að Frederik hafi byrjað snemma að læra af föður sínum. Hönnun Frederik Bagger er orðin eitt af stærstu og þekktustu skandinavísku vörumerkjunum í dag en hann hefur sérhæft sig í fallegum kristals- og postulínsbúnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2014 af Frederik Bagger sem er sannarlega eldhugi í hönnunargeiranum. Enda kynntist Fredrik á uppvaxtarárunum sínum frábærri hönnun af föður sínum Erik Bagger, sem hefur hannað nokkur af þekktari merkjum í gegnum tíðina og ber þess sterk merki. Frederik Bagger lærði allt um skandinavíska hönnun og fagurfræði, notkun á gæða efnum og ekki síst einstakt handverk. Allt þetta varð grunnurinn að hágæða hönnun Frederik Bagger í dag.
Reyklituð, dökk vatnsflaska sem gleður augað.
Svo er hægt að fá þær í glærar sem er hið klassíska útliti.