Töluverð umræða hefur skapast í Facebook-hópnum Samgönguhjólreiðar um rafmagnshlaupahjól og þann gríðarlega hraða sem þau geta náð. Undanfarin misseri hefur verið fjallað talsvert um að fólki hafi slasast illa á rafmagnshlaupahjólum og virðist það lítið vera að breytast.
Í innleggi sem birtist í gær sagðist einn hafa verið að hjóla heim þegar hann varð vitni að árekstri tveggja öflugra rafhlaupahjóla við Glæsibæ og Álfheima.
„Annar aðilinn kveinkaði sér í olnboga og hélt á mótorjólahjáminum. Hinn hafði farið fram úr mér á rúmlega 50 km hraða. Menn fara orðið býsna óvarlega á þessu. Það er ekkert mál að "modda" þetta og lögreglan lætur þetta afskiptalaust,“ segir viðkomandi og bætir við að hann hafi látið þennan sem fór allt of hratt heyra það.
„Ég átti í raun að gera miklu meira úr þessu máli en lét þar við sitja. Þessir gaurar eiga eftir að stórslasa sig á þessu eða taka niður aðra vegfarendur þ.m.t. börn.“
Fleiri virðast hafa orðið vitni að óvarlegu aksturslagi hjá ökumönnum rafhlaupahjóla og virðast margir stunda það að breyta hlaupahjólunum þannig að þau komast mun hraðar. „Það tók einn fram úr mér fyrir ofan stífluna í Elliðaárdal, ég var eins og kyrrstæður á 30km hraða.“
Annar bætir við:
„Ég tók fram úr einum á rafhlaupahjóli síðdegis í síðustu viku en átti þó í smá vandræðum með það því hann rásaði töluvert á miðjum stígnum. Kom í ljós að hann var samtimis upptekin við drekka bjór. Doldið villta vestrið.“