Val­geir greind­ist með lífs­hætt­u­legt krabb­a­mein: „Ég upp­­lifð­i ekki sorg“

Tón­list­armaður­inn ástsæli og fyrrum Stuðmaður­inn Val­geir Guðjóns­son varð nýlega sjötugur en hann greindist með alvarlegt eitlakrabbamein í fyrra og var hætt kominn. Valgeir sagði frá þessari reynslu í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

„Ég var bú­inn að vera svo­lítið skrít­inn og svo fann ég hnúð í nár­an­um í fyrra­vor. Ég fór í bæ­inn og fór fyrst í sneiðmynda­töku og svo fleiri mynda­tök­ur og loks var ég skor­inn til að taka sýni úr nár­an­um til að greina þetta æxli,“ seg­ir Val­geir.

Kona Valgeirs, Ásta Kristrún Ragn­ars­dótt­ir, náms­ráðgjafi og rit­höf­und­ur, segir að þegar komið hafi í ljós kom að meinið væri ill­kynja hafi hann verið sett­ur í já­eindaskann­a og þar hafi uppgötvast að krabba­meinið hefði dreift sér í alla eitla og inn í merg.

„Mér var ekki illt en ég var slapp­ur og ég finn enn að ég er ekki al­veg á fullu gasi. Áður en meðferðin hófst vor­um við það lán­söm að sam­tal var strax á milli sér­fræðinga á Land­spít­al­an­um og okk­ar mæta krabba­meins­lækn­is hér á Suður­landi,“ seg­ir Valgeir.

„Þetta er ban­vænn sjúk­dóm­ur og okk­ur var strax gert það ljóst. Fram­far­ir í krabba­meins­lækn­ing­um hafa orðið mikl­ar á und­an­förn­um árum. Fræðsla um stöðuna og meðferðina sem binda má von­ir við get­ur skipt sköp­um fyr­ir þá sem í hluta eiga. Sig­urðar Böðvars­son, krabba­meins­lækn­ir, veit hversu þýðing­ar­mikið það er að sjúk­ling­ar og aðstand­end­ur séu upp­lýst­ir og þannig virk­ir í ferl­inu,“ seg­ir Ásta.

Hún bætir því við að læknirinn Sigurður hafi tekið þau hjónin í læri og farið með þeim í gegn­um eðli eitlakrabba­meins og þá lyfjameðferð sem er í boði.

„Staða Val­geirs var sú að hann þurfti á kröft­ugri meðferð að halda og fékk því tvö­fald­an skammt af breiðvirk­andi lyfjameðferð. Við bár­um mikið traust til lækn­anna. Við ákváðum að taka veik­ind­un­um með eins já­kvæðu hug­ar­fari og okk­ur var unnt og leyfðum okk­ur ekki að missa von­ina. Við feng­um svo þær frétt­ir nú um ára­mót­in að hann væri slopp­inn og var það besta ára­móta­gjöf­in,“ seg­ir Ásta en hún kveðst hafa vafið mann sinn í bóm­ull á meðan hann gekk í gegn­um sex mánaða lyfjameðferð.

Varstu hrædd­ur um að deyja Val­geir?

„Nei, ég tók þann pól í hæðina að ein­hvern veg­inn myndi þetta allt ganga.“

Valgeir og Ásta ákváðu að halda veikindunum fyr­ir sig og lögðu í stað alla sína krafta í að skipuleggja stór­tón­leika sem haldnir verða á þjóðhátíðardag­inn í Skál­holti.

„Aðeins þegar leið á nýtt ár og við viss­um að meðferðin hafði skilað góðum ár­angri, greind­um við ná­komn­um frá þessu verk­efni. Náin vin­kona mín sagðist ekki ef­ast um að þetta hefði verið krafta­verk, en hún þekk­ir vel til þess­ara mála,“ seg­ir Ásta.

Hvenær vissuð þið að Val­geir væri kom­inn fyr­ir vind?

„Við feng­um upp­hring­ingu rétt fyr­ir ára­mót­in um að meðferðin hefði skilað góðum ár­angri og að eitl­arn­ir væru nú hrein­ir,“ seg­ir Val­geir og Ásta seg­ir að auðvitað verði áfram fylgst með, til að ganga úr skugga um hvort meinið taki sig upp að nýju.

Hvernig áhrif höfðu veik­ind­in á þig and­lega?

„Ég er ekki jafn ein­beitt­ur og ég hef verið. Ég upp­lifði ekki sorg,“ seg­ir Val­geir.

Spurður um hvort hann ætli ekki að setjast í helgan stein bráðum í ljósi þess að hann er orðinn sjötugur og nýbú­inn að ganga í gegn­um erfið veik­indi segir Valgeir:

„Nei, ég hef bara ekki fundið þann stein ennþá,“ og bros­ir breitt.

Viðtalið við Valgeir og Ástu má lesa í heild á Mbl.is.