Gallerý holt: sjáið uppskriftirnar!

Í þætti fjögur af Leyndamál veitingahúsanna förum við í einn elsta og sérstakasta veitingastað landsins, Gallery Holt. Innréttingarnar hafa haldist klassískar í áratugi og þar er eitt merkasta og flottasta einkasafn af íslenskum málverkum sem gefur staðnum alveg einstaka stemningu.

Og í eldhúsinu ræður ríkjum Friðgeir Ingi Eiríksson sem hélt Michelin stjörnu á einum af bestu veitingastöðum Frakklands. Hann sýnir okkur ótrúleg kokkatrix þar sem hann til dæmis býr til  svampbotn í rjómasprautu og bakar í kaffimáli í örbylgjuofni. Við lærum að gefa sveppum alveg nýtt bragð og margt fleira skemmtilegt. Leyndarmál veitingahúsanna er alltaf á fimmtudögum kl.20.00 á Hringbraut.

Og hér að neðan má sjá uppskriftirnar úr þættinum:

Súkkulaðikökubotn í rjómasprautu við gerum hann með eggjum því það er auðveldara

240 gr egg

1 eggjarauða

70 gr sykur

hnífsoddur salt

22 gr hveiti

100 gr súkkulaði

 

Egg og sykur þeytt saman, hveiti sigtað útí og súkkulaði brætt útí. Sett í rjómabyssu og 3 hylki.

Bakað í örbylgjuofni í kaffimáli í 40 sec.

 

Súkkulaðimús.

187,5 dökkt súkkulaði brætt

1/2 matarlímsblað

25 ml vatn

450 gr rjómi

75 gr sorbitol, glúkósi

1,5 agar agar

1 gr salt

 

Vatn glúkosi og agar soðið í 3 mínútur

matarlím leyst útí.

rjómi og salt sett útí og suða látin koma upp

blandið svo saman við súkkulaðið hægt og rólega.

 

Hrísgrjónamauk

300 gr basmati grjón

400 ml kókosmjólk

600 ml rjómi

750 mjólk

150 gr shallot laukur

3 stk lemmongras

6 lime lauf

 

Hitið lauk í potti

allur vökvi og grjón stt útí og soðið í 15 min

saxið fínt lemmongras og lime lauf og bætið útí og sjóðið í 5-10 min

maukað með salti og lime safa og tabasco

sigtið.

 

Soja sveppir

Steikið sveppahattana (litlir) í olíu þar til allt vatn er er farið úr þeim.

Bætið soja, sjóðið og síðan grænmetissoði bætt útá og soðið þar til sveppirnir eru fallega gljáðir

 

Ananas karrí vinaigrette

2x shallot laukar

1x chili

1x hvítlauksgeiri

50 gr engifer

1 stk ananas

1 msk karrí

hrísgrjóna edik

mirin

sítrónuolía.

 

Shallot,hvítlaukur,engifer og chili smátt skorið og hitað með olíu í potti.

karrí bætt útí, síðan hrísgrjónaediki og mirin og soðið í eina mínútu.

Ananas settu útí og olíu. Hitið áður en borið fram og einnig er hægt að bæta í graslauk eða kóriander.

 

Fiskur steiktur upp úr smjöri og olíu til helminga á einni hlið.

Klárið eldun í ofni.