Vala matt fann sálufélagann sinn!

Zetan fylgist að sjálfsögðu með hörkuspennandi matarkeppni Hringbrautar en það er þátturinn Besti maturinn í umsjón Völu Matt. Keppendur fá 3.000 krónur til að elda dýrindismáltíð, en máltíðin þarf þá að vera holl, góð og einföld. Dómarar eru Vala Matt, Gunnar Helgason og Albert Eiríksson og í lok febrúar, kemur í ljós hver vinnur. Keppendur í þætti kvöldsins eru fjölmiðlahjónin Ellý Ármanns og Freyr Einarsson. Zetan ákvað að hafa samband við Völu og reyna að fá smá upplýsingar um þáttinn. Vala segir að þátturinn verði fyrst og fremst skemmtilegur. Ellý sé einmitt svo skemmtilegur viðmælandi og það á ekki síst við þegar hún opnar sig og ræðir málin í einlægni. Þá leiki hún oft á alls oddi og kann þá ekki síst að gera grín að sjálfum sér. Það verður því ekki bara eldað í kvöld, heldur líka spjallað og hlegið. Vala sagði að Freyr hefði séð um aðalréttinn, en Ellý um eftirréttinn og það hefði einmitt verið geggjaður skyreftirréttur. Það er merkilegt nokk, því í síðasta þætti gerðu keppendurnir Sigga Klingenberg og Díana Ómel einmitt skyreftirrétt, sem dómararnir héldu ekki vatni yfir. Því spurning um hvort skyrið sé að koma sterkt inn í Besti maturinn eða?

\"\"

Vala fann sálufélaga á Sky!

Zetan varð auðvitað að fá að skyggnast aðeins á bakvið tjöldin, enda alltaf gaman að fylgjast með Völu í sjónvarpinu. Stóra spurningin er auðvitað um pennan! Hann sást ekki í síðasta þætti en eins og flestir vita, hefur eitt helsta einkennismerki Völu Matt í sjónvarpinu verið ,,penninn” sem hún heldur alltaf á. Vala hló og sagðist reyndar ekki vera hætt að halda á penna í sjónvarpinu:

\"\",,Penninn er alltaf við höndina…ef hann sést ekki í tökunum er hann annaðhvort í vasanum eða á borðinu á bak við disk eða glas. Ég vil helst ekki vera án hans.

Svo var ég að upplifa dálítið skemmtilegt á Sky sjónvarpsstöðinni, en þar í morgunþættinum er aðal kynnir þáttanna Eamon Holmes alltaf með eins grænan penna, ekki bara einstaka sinnum heldur alltaf. Hann er greinilegur sálufélagi minn og alveg háður honum. Mjög gaman að því.\"

Ykkur til fróðleiks, þá er Eamon Holmes mjög þekktur sjónvarpsmaður á Sky og nokkuð álitlegur á að sjá. Zetan hefur þó engar upplýsingar um hjúskaparstöðu Holmes og reyndar ekki nýjustu fréttir um ástarmál Völu Matt heldur. Við látum þau mál því liggja á milli hluta í bili, en bendum á að í kvöld ljóstra Ellý og Freyr því upp, hvar þau kynntust.

Hann eldar oftar en hún.

,,Það var gaman að heyra hana lýsa þeirra fyrstu kynnum og svo kom dálítið á óvart að hún eldar yfirleitt ekki á þeirra heimili. Freyr er kokkurinn og er algjör snillingur á því sviði. Þau eða réttara sagt hann bjó til dásamlegan núðlu kjúklingarétt og Ellý henti í æðislegan skyrdesert með ávöxtum og súkkulaði.”

sagði Vala um þátt kvöldsins og lofaði að halda Zetunni upplýstri næstu vikurnar, enda hörkuspennandi keppni farin af stað. Meðal keppenda eru til dæmis Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og maðurinn hennar, Hannes Friðbjarnarson, Nína Björk ljósmyndari og Aron Karlsson athafnamaður, Margrét Jónasardóttir förðungarfærðingur, Toppa Marinós og Karl Sigurðarsson og ein fyndnasta kona landsins: Ólafía Hrönn.

Besti maturinn er á dagskrá Hringbrautar kl.20 í kvöld og kl.22. Þátturinn er einnig endursýndur um helgar. 

\"\"

\"\"

Zetan er í eigu Spyr.is, samstarfsaðila Hringbrautar. Þú sendir spurningar og sérð svörin á spyr.is en fréttir og annað efni á hringbraut.is. Fylgstu líka með fjölbreyttri innlendri sjónvarpdagskrá Hringbrautar öll kvöld vikunnar: rás 7 hjá Símanum og rás 25 hjá Vodafone. Við erum málefnaleg, fróðleg, lífleg og ókeypis!