Út­varps­maðurinn Óli Palli sektaður tvisvar á 37 km hraða á sama stað. „Löggan situr fyrir lög­hlýðnum borgurum“

Á­huga­verðar um­ræður hafa skapast á Face­book vegg fjöl­miðla­mannsins Jakob Bjarnar í dag er hann opnaði á um­ræður um bíl­slysið á Sel­tjarnar­nesi um helgina.

Al­var­legt bíl­slys varð á Sel­tjarnar­nesi um helgina eftir kapp­akstur tveggja ungra öku­manna. Fimm voru fluttir á slysa­deild í kjöl­farið.

Miklar um­ræður hafa skapast um slysið og hegðun ung­mennanna en lög­reglan vill lækka há­marks­hraða eftir á­reksturinn. Jakob er ekki á því að það muni skila árangri.

„Mér verður illt í rök­hugsuninni þegar menn segja vert að lækka há­­marks­­hraða vegna spyrnu­­keppni ungra öku­þóra,“ skrifar Jakob á Face­book og taka fjöl­margir undir með hönum.

Út­varps­maðurinn Ólafur Páll Gunnars­son er meðal þeirra sem leggur orð í belg og bendir á að lög­reglan sé meira í að sekta lög­hlýðna borgara sem fara rétt yfir há­marks­hraða.

„Ég var sektaður fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið - í mið­bænum á Akra­nesi á 37 km hraða. Ég var líka sektaður á leið til mömmu í kaffi í fyrra á 37. Löggan situr fyrir annars lög­hlýðnum borgurunum á ó­­­merktum bíl og flassar á lög­­brjótana. Ég spurði lög­­reglu­manninn sem flassaði á mig í vikunni hvers vegna þeir væru að þessu og hann sagði: Til þess að ná niður hraðanum. Ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðan. Hrað­akstur er hættu­­legur ig hraðinn drepur. En er yfir­­völdum svona annt um okkur borgarana að þau sekta okkur fyrir að vera á 37 á leiðinni í kaffi til mömmu,“ skrifar Óli Palli.

„Þetta er ömur­­legt að heyra. Vonandi tekst ein­hvern tíma að koma í veg fyrir bíl­­slys. Ég veit ekki um nokkurn mann sem vonar það ekki. En ég get lofað ykkur því að það verður ekki gert með heimskuna að vopni. Ef þetta snýst um tó­tal skot­­leyfi löggunnar á borgara, eins og þetta dæmi sýnir glögg­­lega, þá eiga menn bara að segja það,“ svara Jakob en hægt er að fylgjast með um­ræðunum á vegg Jakobs hér að neðan.