Við erum erum ávallt að reyna bæta okkur í umhverfisvitund og yngri kynslóðin verður æ meðvitaðari. Nú þegar skólarnir hafa allir hafið göngu sína er vert að fara yfir hvort við hugsum fyrir öllum smáatriðum og reynum að velja plastlausa valkosti á heimilinu.
Drykkjarflöskur barnanna erum með því fyrsta sem þú ættir að skipta út. Þú þarft þó ekki endilega að fara út í búð og kaupa nýtt. Líklega áttu góða glerflösku heima, til dæmis utan af tilbúinni drykkjarvörur sem hægt er að nýta. Ef þú óttast að glerið geti brotnað í skóla- eða æfingatöskunni þá er hægt að fá húðað gler sem er nær óbrjótandi. Vert er þó að taka það fram að varnarhúðin innheldur oftar en ekki skaðleg plastefni.
Álflöskur eru ekki að hinu góða og ber að varast. Staðreyndin er sú að venjulegur ávaxtasafi getur hrundið af stað efnahvörfum sem geta valdið því að spilliefni skiljist úr málminum og blandist út í safa barnsins. Mjög erfitt er að þrífa málmflöskur vegna þess að þær eru ekki gegnsæjar auk þess sem þú getur ekki vitað hvort þar eru skordýr eða mygla lúri á leyndum stað. Gegnsæjar umbúðir eru góður valkostur eins og gler.
Í verslunum hér heima hefur framboðið á fjölnota, umhverfisvænum flöskum og brúsum stóraukist og hægt er að fá glerflöskur í ýmsum stærðum víða. Kynntu þér vel þessar vöru og hvort á þeim fylgi lýsing úr hvaða efnum þær eru búnar til ef þú ferð út í að endurnýja drykkjarflöskur.
Heimildir út bókinni „Besser leben ohne Plastik.“