Uppskrift: guðdómlegu kaliforníu smákökurnar sem bráðna í munni að hætti Írisar Ann

Það styttist óðum í aðventuna sem er heillandi tími og margir eiga góðar minningar tengdar aðventunni sem hlýja og gefa. Aðventan er tími til að njóta, skapa og útbúa ljúffengar kræsingar, líka tími til að búa til minningar með komandi kynslóðum. 

Sjöfn Þórðar heimsótti Íris Ann Sigurðardóttur, ljósmyndara og annan af eigendum veitingastaðarins The Cooco´s Nest og blóma- og kaffibarsins Luna Flórens og bað hana um að svara nokkrum spurningum tengdum aðventunni og undirbúningi jólanna.

Jafnframt fékk Sjöfn, Íris Ann til að gefa upp uppskriftina af sínum uppáhalds smákökum sem hún bakar í aðventunni. Íris Ann bakar ekki mikið en hefur gaman að því að baka fyrir sérstök tilefni og gleðja bragðlaukana og matarástarhjörtu yngri kynslóðarinnar.  Hún fékk einn smakkara með sér í lið við baksturinn sem var hinn ánægðasti með útkomuna á smákökunum sem bakaðar voru með hjartans lyst.

Bakar þú mikið?

„Við erum ekki mikið fyrir sætindi en ég hef gaman að því að baka fyrir einstök tilefni“

Eiga smákökurnar sem þú bakaðir einhverja sögu?

„Ég er með uppskrift af smákökum með trönuberjum, valhnetum og dökku súkkulaði. Þær minna mig á jól í Kaliforníu.“

Er mikið haft fyrir jólunum á þínu heimili?

„Nei, alls ekki okkur finnst gaman að hafa hreint og fínt og svo eftir góða vinnutörn höfum við síðustu ár notið þess að fara í foreldrarhús þar sem búið að leggja á fallegt borðhald og elda dýrindismat, líklegast eini dagurinn sem Lucas eldar ekki fyrir aðra,“segir Íris Ann og brosir.

Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin?

„Mér finnst kærleikurinn skemmtilegastur þegar fólk gefur sér tíma til að vera sama og búa til minningar.“

Áttu þér uppáhalds jólaskraut?

„Við eigum í raun ekkert jólaskraut,  við eigum mjög litríkt og skrautlegt heimili þannig það er eiginlega ekki pláss fyrir neitt aukalega en við setjum gjarnan upp seríur og kannski eitt lítið jólatré sem við skreytum með heimagerðu skrauti eins og til dæmis poppstrengjum.“

Áttu þér uppáhalds jólalag?

„Mér finnst kósý að hlusta á gamla góða takta eins Blue Christmas með Dean Martin, Beach Boys gáfu líka út skemmtilega jólaplötu á sínum tíma svo finnst mér og bræðrum mínum eina plata sem heitir Kósý Jól líka skemmtileg og er einmitt ekki hefbundin.“

Heldur þú í hefðir í jólaundirbúningnum og/eða um jólin?

„Mín fjölskylda er alls ekki með fastar hefðir, okkur finnst gaman að breyta eða búa til nýjar, allt er leyfilegt en áhersla lögð á stresslaus jól. Ein hefð sem hefur skapast í kringum reksturinn okkar er að við erum með opið á aðfangadag og gamlársdag til að selja súrdeigsbrauðið okkar, opið aðeins í tvo tíma en ótrúlega skemmtilegt og gefandi að sjá alla fasta kúnnana sem koma í hátíðarskapi,“ segir Íris Ann og hlakkar til þessa tíma.

Um Íris Ann - uppáhaldslistinn:

Maki:  Lucas Keller.

Börn:  Indigó 4 ára og Sky 6 ára.

Gæludýr:  Annarra manna kettir í hverfinu.

Uppáhaldsjólamynd:  Nightmare Before Christmas er í miklu uppáhaldi svo finnst mér líka gaman að horfa á gamlar kjánalegar myndir með stráknum mínum eins og National Lampoon\s Christmas Vacation.

Ómissandi á aðventunni:  Fólkið mitt.

Jólamatur:  Hnetusteik.

Jóladrykkur:  Jólaglögg.

Hvít eða rauð jól? Klárlega hvít það er alltaf svo töfrandi.

Hér kemur uppskriftin af guðdómlegu Kaliforníu smákökunum hennar Írisar Ann sem bráðna í munni.

Kaliforníu smákökurnar hennar Írisar Ann

U.þ.b. 12 kökur

350 g hveiti

½ tsk. lyftiduft

½ tsk. matarsódi

½ tsk. sjávarsalt

150 g hrásykur

150 g púðurskykur

6 mtsk. ósaltað smjör

1 stórt egg + 1 eggja rauða

2 tsk. vanillu dropar

150 g dökkt súkkulaði dropar plús auka til að setja ofaná

140 g þurrkuð trönuber

120 g niðurskornar valhnetur

Byrjið á því að hita ofninn 190°C gráður. Útbúið bakka með bökunarpappír.

Blandið öllu þurrefninu saman fyrir utan súkkulaðið