Uppskrift af gómsætu kryddbrauði - fullkomið í kuldanum

Það er fátt sem jafnast á við nýbakað kryddbrauð og ilminum sem því fylgir nú í kuldanum sem hertekur landið okkar. 

Þessi uppskrift er einföld og svo gómsæt að þú vilt helst hafa hana tvöfalda.

Kryddbrauð:

  • 3 dl hveiti
  • 3 dl haframjöl (gott að setja það í matvinnsluvél en ekki nauðsynlegt)
  • 3 dl sykur
  • 3 dl mjólk
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk negull
  • 1 tsk kanill

Aðferð:

Blandið saman öllum þurrefni og hrærið vel saman. Hellið mjólkinni varlega saman við og passiði vel að hræra allan tímann svo engir kekkir myndist. Bakið í ofni við 200°c í um 50 mínútur eða þar til hnífsoddur kemur hreinn upp úr miðju brauðsins.