Uppfærð veðurspá fyrir helgina

Á morgun laugardag verða norðvestan 3-13 m/s, hvassast við ströndina norðaustanlands. Rigning norðaustan og austan til annars allvíða skúrir en þó bjart með köflum syðst á landinu. Hiti 6 til 16 stig hlýjast á Suðausturlandi.

Á sunnudag eru horfur á vestan 5-10 m/s en 10-18 m/s með ströndinni allra norðaustast. Bjart eða bjart með köflum sunnan- og síðar austan til þegar kemur fram á daginn. Rigning norðaustast annars víða skúrir. Hiti 7-15 stig, hlýjast syðra.

Og á mánudag verða norðlægar áttir með rigningu norðanlands annars úrkomulítið og víða bjart með köflum, einkum sunnan og vestan til. Hiti 5-13 stig, mildast syðra.