Páskarnir nálgast óðfluga og margir eiga sér sína uppáhalds rétti sem tengjast páskunum og minningum. Sjöfn Þórðar heimsækir Gunnlaug Arnar Ingason sem er alla jafnan kallaður Gulli Arnar í bakaríið hans að Flatahrauni. Gulli Arnar er 26 ára gamall Hafnfirðingur, bakari og konditor og gaman er að segja frá því að það er aðeins tæpt ár síðan að hann opnaði bakaríið sitt, sem ber einfaldlega heitið Gulli Arnar. Bakaríið og starfsemin hefur vaxið ævintýralega hratt á örskammum tíma og framboðið á sætum bitum og handverksbrauðum og bakkelsi aukist jafnt og þétt.
Sjöfn fær Gulla Arnar til að deila sínum uppáhalds páskaeftirrétt með áhorfendum og kenna þeim helstu trixin við framreiðsluna. „Mér finnst heslihnetumarengsinn hjá mömmu best og það er minn uppáhalds páskaeftirréttur. Það tók svolítið á þegar ég bjó í Kaupmannahöfn í tvö ár að missa af honum.“ Gulli Arnar segir að þessi eftirréttur sé í raun bara æskuminningar út í gegn og er sérstaklega góður. „Heslihnetubotnanir gera hann svolítið frábrugðnum þessum hefðbundna Rice Krispís marengs sem hefur líka verið vinsæll á mörgum heimilum.“
Þennan þátt verðið þið að sjá og kitla bragðlaukana með augunum. Framundan í þættinum Matur og Heimili í kvöld klukkan 20.00.