Unnur brá missti kjarkinn þegar hún sá vonda skoðanakönnun

Unnur Brá Konráðsdóttir hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér til setu í borgarstjórn. Hún mun hafa misst kjarkinn þegar henni var kynnt niðurstaða úr leynilegri skoðanakönnun í gærkveldi.
 
Fram kom að Sjálfstæðismenn í Reykjavík veittu henni lítinn stuðning og það sem enn verra var: Sjálfstæðisflokkurinn kom hroðalega út úr skoðanakönnuninni og mældist einungis með 16% og 4 fulltrúa af 23.
 
Dagur B. og Samfylkingin njóta yfirburðastöðu. Eru með 28% og 7 menn, Viðreisn 15% og 4 fulltrúa, VG 12% og 3, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins með 8% hvor og 2 menn. Píratar eru með tæp 6% og 1 mann.
Framsókn geldur afhroð samkvæmt þessari könnun, fær 2% og engan borgarfulltrúa. Önnur framboð fá samtals 4% og koma engum að.
 
Dagur verður því borgarstjóri áfram og mun trúlega mynda meirihluta með Viðreisn og Flokki fólksins eða Miðflokki.
 
Unni dauðbrá þegar hún sá þessa niðurstöðu og ákvað að koma hvergi nærri.
 
Rtá.