Undratrixið í sturtuklefanum​

Enda þótt íslenska vatnið eigi að heita það besta í heiminum fylgja því á stundum nokkur vandkvæði. Kísillinn er auðvitað eitt mikilvægasta næringarefnið fyrir heilbrigði fólks, en seint verður sagt að það hafi jafn jákvæð áhrif á allt það gler og spegla sem vanalega er til staðar á salernum fólks. En þá er bara að skella sér út í næstu Bónusbúð, en þar er undraefnið Scrubstone til sölu, merkt Bónus. Efnið er borið á sturtuklefann með svampi og síðan er það skolað af með ágætlega volgu vatni. Því næst er að lauma sér í raksápu karlsins á heimilinu og sprauta hæfilegu magni af henni á glerið og maka því með höndunum yfir flötinn. Að því búnu er sápan þurrkuð af með þurri tusku.


Niðurstaðan er þessi:


Scrubstone fjarlægir þann kísil sem kominn er á glerið og raksápan kemur í veg fyrir að nýr kísill setjist á.