Unaðsskelin er sú heitasta

Heitir og kaldir pottar eru meðal þess sem orðið mjög vinsælt að hafa þegar kemur að hönnun garða og palla íslenskra heimila. Lífstílsvenjur hafa breyst og fólk er farið að verja meiri tíma heima í garðinum og hugsa um líkama og sál í auknum mæli. Þegar kemur að því að velja draumapottinn er vert að hafa ákveðna hluti í huga og fá ráðgjöf hvað hentar hverjum og einum. Fjölskyldufyrirtækið Trefjar er staðsett í Hafnarfirði og var stofnað árið 1978. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á að þjóna íslenska markaðnum og taka pottarnir þeirra því mið af íslenskum aðstæðum sem og ólíkum þörfum hvers og eins. Sigrún Karlsdóttir skrifstofu- og sölustjóri Trefja þekkir pottana út og inn og hefur sinnt ráðgjöf til viðskiptavina í áranna rás en Sigrún hefur starfað hjá Trefjum frá árinu 1999 eða í tæplega 22 ár.

M&H Trefjar sigridur karlsdottir.jpg

Sigrún Karlsdóttir er unun af því að vera kringum heitu og köldu pottana í starfinu sínu./Ljósmynd Stefán.

Gæðin og efnisval skipta sköpum

Þegar kemur að gerð og hönnun pottanna hjá Trefjum er hugað vel að þolgæðum og þeim ætlað að standast tímans tönn. Sérstaða Trefja liggur fyrst og fremst í því að bjóða uppá gæðavörur þar sem gæðin og efnisvalið er í hávegum haft. „Við framleiðum pottana eftir bestu mögulegu aðferðum sem þekkjast í okkar geira. Ysta lagið í pottunum er úr akrýl sem hefur marga kosti, það er hart, þolir vel sólarljósið og upplitast því ekki, það er einstaklega gott að þrífa það og hægt að fá fjölbreytt úrval af litum. Pottarnir eru svo styrktir með trefjaplasti og eru því einstaklega sterkir, þeir aflagast ekki og þarf því ekki að smíða flókna grind í kringum pottana. Loks eru þeir svo með sérstaka hitaeinangrun til að minnka vatnsnotkunina og gera notendum kleift að hafa vatn í pottinum allan ársins hring ef það kýs svo,“ segir Sigrún og er stolt af því hve vandað hefur til verka við framreiðsluna.

Fjölbreytnin í fyrirrúmi

Aðspurð segir Sigrún að Trefjar bjóði uppá fjölbreytt úrval af heitum pottum og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá sé líka hægt að leggja inn óskalista. „Hjá okkur er mikið úrval af pottum, allt frá litlum potti sem hugsaður sem kaldur pottur upp í 12 manna potta og allt þar á milli. Við getum yfirleitt framleitt pottana með nokkuð stuttum fyrirvara, á 4-5 dögum og því geta viðskiptavinir okkar valið þann pott sem þeim langar helst í en þurfa ekki að einskorða sig við það sem til er á lager. Eins getum við sett í þann aukabúnað sem hver og einn vill, svo sem ljós, nudd, hitastýringar og þess háttar. Eins er hægt að fá potta með yfirfallsrennu en þá nær vatnsyfirborðið alveg upp að brún pottsins og gefur skemmtilegt yfirbragð og aðeins öðruvísi tilfinningu að liggja í honum.“

Gæðin ávallt besti kosturinn

Bersýnlega hefur komið í ljós að sá efniviður sem valinn er í gerð heitra potta skipta sköpum. „Það eru til nokkrar aðferðir til að framleiða heita potta og þær hafa kosti og galla. Sú leið sem við höfum farið er að velja bestu lausnina með tilliti til gæða en hún er ekki endilega sú ódýrasta. Við teljum hins vegar með tilliti til endingar og lokaniðurstöðunnar þá sé það besti kosturinn. Það er ekki tilviljun að stærstu framleiðendur heitra potta í heiminum byggja pottana sína upp með sama hætti.“

Unaðsskelin heillar mest

Hver skyldi nú vera vinsælasta tegundin af heitu pottunum? „Unaðsskelin hefur verið vinsælasti potturinn okkar að undanförnu og það er engin tilviljun. Hún er af hentugri millistærð og er góð bæði fyrir stærri fjölskyldur án þess að vera óþarflega stór fyrir par. En það er mjög einstaklingsbundið hvað fólk vill og snýst að miklu leyti um hvað fólki finnst fallegt. Það hafa sem betur fer ekki allir sama smekk.“

Hulunni svipt af nýrri tegund innan tíðar

Þau hjá Trefjum hafa verið nokkuð dugleg að koma með nýjar gerðir á markaðinn. „Nýjasti potturinn okkar er Kaldaskelin en það er lítill pottur sem er hugsaður fyrir þá sem vilja hafa kaldan pott, gjarnan með heitum potti frá okkur. Við höfum fengið margar fyrirspurnir um minni kaldan pott og vildum því svara þeirri eftirspurn. Perluskelin er líka nýleg. Perluskelin er hringlaga pottur í stærri kantinum og hann fæst núna einnig með yfirfallsrennu. Við erum svo að vinna í hönnun á nýrri tegund í samstarfi við landslagsarkitekt hjá Urban Beat sem verður spennandi að kynna þegar nær dregur.“

Þarfagreining fyrir val á draumapottinum

Ertu með góð ráð sem vert er að hafa í huga þegar draumapotturinn er valinn? „Það er mikilvægt að reyna að fara í gegnum ákveðna þarfagreiningu hvernig potturinn verður notaður til að velja rétta stærð og útbúnað pottsins. T.d. erum við bjóða hitastýringar og sjálfvirka loka sem geta aukið verulega á þægindin við að umgangast pottinn. Sala á slíkum búnaði hefur stóraukist á undanförnum árum. Annars er best að koma í spjall til okkar til að fara yfir málin og við aðstoðum viðskiptavini að finna vöru sem hentar.“ Boðið er uppá ráðgjöf hjá Trefjum og tekið er vel á móti fólki. „Við gefum áhugasömu tíma til að ræða málin og komum með uppástungur og förum yfir þarfirnar.“ En þegar kemur að fylgihlutum, er eitthvað vinsælla en annað? „Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af aukahlutum, en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá dettur mér í hug að nefna flothetturnar. Við byrjuðum að selja þær í fyrra og fólk sem notar þær hefur verið mjög ánægt. Það er einstök slökun og hugarró að liggja í vatni og fljóta, mætti jafnvel kalla það ákveðna tegund af hugleiðslu.“ Sigrún segir starfsfólk Trefja vera fullt tilhlökkunnar fyrir vorinu og sumrinu. „Þá fer í gang ákveðin framkvæmdagleði hjá landanum þegar sólin fer að hækka á loft sem er gaman að taka þátt í.“