Þegar góða gesti ber að garði er ákaflega gaman að bjóða uppá spennandi smárétti sem ekki tekur langan tíma að útbúa og bragðast vel. Það þarf ekki alltaf að vera flókið. Hér erum við komin með tvær gómsætar uppskriftir af góðum munnbitum sem koma úr smiðju Maríu Gomez matar- og lífsstílsbloggara með meiru sem heldur úti síðunni paz.is Hér er um að ræða ómótstæðilega ljúffeng pestó fyllt míní smjördeigshorn og parmesan ostastangir til að dýfa út í hummus. Hornin fyllir María með hinu rómaða Fjallkonumær pesto frá pesto.is en það er hennar allra uppáhaldspestó og ekki með þessu yfirþyrmandi bragði sem henni finnst oft vera af grænu pestói. Fjallkonumær pestóið er gert úr klettasalati og kasjúhnetum og eru hneturnar grófar í því sem gefur því skemmtilega áferð og smá stökkleika undir tönn. „Fjallkonumær pestóið hentaði fullkomlega sem fylling inn í þessu geggjuðu smjördeigshorn,“segir María.
Ómótstæðilega ljúffeng smjördeigshorn og gleðja bragðlaukana./Ljósmyndir María Gomez.
Einnig finnst henni hummusinn frá pesto.is vera fullkomin með parmesan ostastöngunum sem tekur engan tíma að gera úr smjördeiginu.
„Ég elska að eiga eitthvað sniðugt inn í skáp og frysti sem hægt er að henda í ef manni langar í eitthvað gott eða ef gestir boða sig skyndilega í heimsókn. Smjördeig, gott pestó, sultur og hummus er eitthvað sem ég á oft í ísskápnum og hentar afar vel til þess að gera eitthvað einfalt og gott úr. Tilbúið smjördeig tekur engan tíma að þiðna og það eru ótal, möguleikar sem hægt er að gera úr því,“segir María sem einstaklega fær í því að töfra fram ljúffenga smárétti sem eru bæði fallegir fyrir augað og ljúffengir fyrir bragðlaukana.
Míní Smjördeigshorn með Fjallkonumær pesto
1 pakki frosið smjördeig
1 dós af Fjallkonupesto frá pesto.is
Rifinn mozzarella ostur
Mini Smjördeigshorn með Fjallkonumær pesto
- Afþýðið smjördeigið en það tekur um 30 mín ef þið takið það úr pakkanum og takið plöturnar í sundur.
- Fletjið ferningin svo aðeins út með kökukefli en ekki samt of þunnt.
- Skerið svo í þríhyrninga eins og gert er þegar gerð eru skinkuhorn (getið séð hér hvernig).
- Setjið svo eins og 1/2-1 tsk af Fjallkonumær pesto á endann og smá rifinn ost ofan á.
- Rúllið því svo upp í horn og gott er að klípa endana saman svo það leki ekkert úr þeim.
- Bakist í 15-20 mín við 200 C°hita (blástur) eða 210 C°ef þið eruð ekki með blástursofn.
- Leyfið þeim svo að kólna eins og í um 30 mínútur.
Parmesan brauðostastangir
1/2-1 pakki af frosnu smjördeigi
Rifinn parmesan ostur
Parmesan brauðostastangir
- Takið eina plötu af afþýddu smjördeigi og skerið hana langsum í eins og 1-2 cm lengjur, endurtakið svo við hverja plötu.
- Snúið svo upp á lengjuna með því að snúa sitthvorn endanum í sitthvora áttina þar til er svona eins og rúllað upp á hana.
- Raðið þeim á bökunarplötu og spreyið svo með vatni og dreifið rifnum parmesan osti strax yfir.
- Gott er svo að rúlla þeim upp úr ostinum sem fór niður með hliðunum á plötuna.
- Stingið inn í 200 C°heitan blásturs ofn eða 210 C°án blásturs í um 15-20 mínútur.
- Látið svo kólna í eins og 20 mínútur og berið fram með Fjallkonumær pesto eða pesto.is hummus til að dýfa í.
Smjördeigshornin og ostastangirnar bráðna í munni og það er lauflétt að útbúa þessar kræsingar á örskömmum tíma./Ljósmyndir María Gomez.
Verið ykkur að góðu og njótið vel.