Una flúði mann sem daðraði í Vestur­bæjar­lauginni: Ekki tók betra við í heita pottinum

Una Sig­hvats­dóttir, sem í haust var ráðin sér­fræðingur hjá em­bætti for­seta Ís­lands, þykir með skemmti­legustu Ís­lendingunum á Twitter.

Una sagði frá því í færslu í gær­kvöldi að hún hefði skellt sér í Vestur­bæjar­laugina um helgina. Gefum henni orðið:

„Í kalda potti Vestur­bæjar­laugar gerði glað­legur út­lendingur sig lík­legan til að daðra við mig, en zen-ið mitt var ekki í stuði svo ég flúði í heita pottinn og fékk þar ein­ræðu frá þjóð­þekktum manni á ní­ræðis­aldri sem sagðist ó­for­spurður hafa um nokkurt skeið haft blóðugar hægðir.“

Björn Teits­son, upp­lýsinga­full­trúi Krabba­meins­fé­lagsins, svaraði að bragði og sagði að maðurinn ætti að fara í ristil­skoðun strax.

„Heyrðu hann fór ein­mitt loksins í ristil­skoðun og kom þar í ljós að allt var lokað, en hann var búinn að kvarta lengi við lækni um blóð í hægðum, án þess að hlustað væri á hann. Ég fékk alla sjúkra­söguna. Við sam­mæltumst um að boða ætti lands­menn alla í ristil­skoðun um fimm­tugt,“ sagði Una og bætti Björn við að það væri ein­mitt eitt af bar­áttu­málum Krabba­meins­fé­lagsins.

Guð­mundur Jörunds­son fata­hönnuður segir að frá­sögn Unu sé ein­mitt á­stæðan fyrir því að hann elskar Vestur­bæjar­laugina. „Það er fegurð í þessu,“ svaraði Una.