Nú er tími útskriftina, stúdentarnir ganga glaðir út í sumarið og síðan eru það háskólanemarnir í júní. Þegar að tími útskriftanna gengur í garð kemur uglan oft upp í huga en hún er gamalt tákn fyrir viskuna. Uglan var eitt af kennitáknum viskugyðjunnar Aþenu í grískri goðafræði. Aþena átti að sögn að hafa hrifist af hátíðlegu og íbyggnu yfirbragði uglunnar og þess vegna gert hana að sínu kennitákni.
Vignir Kristinsson handverksmaður hefur hannað og smíða þessar forkunnafögru uglur sem fanga augað og tákna viskubrunninn. Uglurnar eru einstaklega fallegt handverk sem unnið hefur verið af ástríðu og natni og eru virkilega vönduð og falleg gjöf handa útskriftarnemandanum. Hægt er að fá uglurnar í tveimur stærðum og tveimur litum. Bæði svartar og náttúrulegum viðarlit.
Vignir Kristinsson, sem hefur listamanns nafnið Kristinsson hefur frá unga aldri haft ástríðu fyrir smíðum og fallegu handverki. Í mörg ár hefur Kristinsson smíðað sér til ánægju og gefið heimilum sjarma af vönduðum innréttingum og húsgögnum úr gegnheilum viði af nátturinnar hendi. Kristinsson segir „Það sem gerir list fallega er fyrst og fremst falleg hugmynd og heiðarleiki.“
Kristinsson hefur náttúruna að fyrirmynd í verki. Hægt er að fylgjast með handverkum á heimasíðu hans Kristinsson