Spennandi hlutir að gerast á næstunni en í október kemur glæný lína frá IKEA sem er sérhönnuð fyrir tölvuleikjaspilara. Línan inniheldur fjölbreytt vinnuvistvæn húsgögn og hagnýta aukahluti sem hannaðir eru til að gera leikvöllinn betri á sama tíma og hann passar inn á heimilið þitt. Línan er hönnuð í samstarfi við Republic of Gamers, ROG, og er gerð til að auðvelda þér að útbúa draumaaðstöðu með toppsætinu.
ROG, Republic of Gamers besta tölvubúnaðarvörumerkið
Vörumerkið ROG hefur ítrekað verið valið besta tölvubúnaðarvörumerkið af virtum alþjóðlegum fjölmiðlum og spilurum. Fyrirtækið þróar margs konar tölvubúnað, einkatölvur, fylgibúnað og aukahluti sem gerðir eru fyrst og fremst fyrir PC-tölvuleiki. Fylgjendahópur fyrirtækisins er stór og iðulega þátttakandi í alþjóðlegum viðburðum og mótum. Þá rekur fyrirtækið einnig rafíþróttafélagið Rougue Warriors í Kína.
Sniðið að þér og þínum þörfum
Kristín Lind Steingrímsdóttir markaðsstjóri hjá IKEA segir hér sé verið að koma til móts við þróunina í tölvuheiminum og hanna rými á heimilinu fyrir tölvuleikjaspilara. „Það eru fleiri en 2,5 milljarður tölvuleikjaspilarar um allan heim með ólíkan smekk og misjafnar þarfir, eðlilega. Hvort sem þú ert atvinnuspilari eða áhugamanneskja sem spilar endrum og eins, (eða eitthvað þar á milli), þá viljum við gera þér kleift að setja upp draumaaðstöðuna þína.
Framúrskarandi fyrirtæki úr ólíkum heimum
Hér eru tvö fyrirtæki sem leiða saman krafta sína á framúrskarandi hátt. „Í samstarfi IKEA og ROG koma saman tvö fyrirtæki úr ólíkum heimum sem tala mismunandi tungumál. Frá upphafi hefur markmiðið verið að draga fram það besta frá þeim báðum; og þróa vörur sem hvorugt fyrirtækið hefði geta gert eitt síns liðs,“segir Kristín.
Þú spilar við sjáum um rest
IKEA leggur sig ávallt fram um að uppfylla óskir allra þega kemur að því að hlúa að heimilinu þannig að öllum líði sem best og geti notið þess að vera með góða aðstöðu fyrir áhugamál sín og vinnu. „Okkar ástríða er fyrst og fremst heimilið og við erum fullviss um að það ætti að vera mögulegt fyrir alla, sama hvar eða hvernig fólk býr, að útbúa flotta og hagnýta aðstöðu til að spila tölvuleiki,“segir Kristín að lokum.
Glæsileg nýja hönnun frá IKEA og ROG, hér er komin flott og hagnýt aðstaða með töffaralegu yfirbragði/Ljósmyndir aðsendar IKEA.
Nútímalegt útlit í takt við þróunina./Ljósmyndir aðsendar IKEA.