Engar fréttir berast af "opinberri heimsókn" Illuga Gunnarssonar til Kína. Heimspressan hefur ekkert fjallað um heimsóknina og á Íslandi velta menn því fyrir sér hvort ferðin var bara plat til að ráðherrann kæmist í frí á kostnað ríkisins.
Smæð íslenskra stjórnmálamanna verður aldrei meiri en þegar þeir máta sig við frammámenn stórþjóðanna. Þá verða þeir eins og Tumi þumall í samanburðinum.
Illugi Gunnarsson hefur ekki kennt Kínverjum mikið á sviði menntamála, menningar eða vísinda og tæpast verður heimsókn hans til að hrinda af stað nýrri menningarbyltingu.
Vonandi hefur þetta verið gott frí í boði íslenskra skattgreiðenda.